Hæ!
Ég heiti Helga Árnadóttir og er hönnuður Lestrar Flóðhesta. Ég bjó til spilin fyrir yngsta son minn þegar hann var að læra að lesa. Það kom nefnilega í ljós þegar hann var búinn að læra stafina að honum fannst svona ofboðslega leiðinlegt að lesa og námið varð að einhversskonar neikvæðri upplifun. Við reyndum að finna eitthvað áhugavert og skemmtilegt léttlestrarefni fyrir hann, en sáum að það var algjör vöntun á íslensku efni fyrir byrjendur í lestri, sem ekki höfðu náð færni til að lesa skemmtilegar bækur með söguþræði.
Við fjölskyldan ákváðum að föndra saman orðaspil á litla miða sem vakti mikla lukku og við foreldrarnir tókum strax eftir framför í bæði lestraráhuga og færni hjá stráknum okkar, og spilin hjálpuðu líka dóttur okkar með málfræði. Það besta var að við vorum bara að spila saman fjölskyldan og enginn að hugsa um lærdóm. Spilin urðu síðan ofur vinsæl hjá öllum þeim sem spiluðu með okkur, þannig að við ákváðum að gefa þau út, svo fleiri börn gætu spilað.
Aðaláhersla okkar er að spilin séu skemmtileg og glaðleg, og okkar von er að þau nýtist sem flestum börnum , stuðli að jákvæðri lestrar upplifun og skemmtilegum samverustundum.
Súper lestrar og spilakveðja ⭐️
Helga Árnadóttir – æðsti flóðhestur
© Lestrar Flóðhestar 2023 | Skilmálar