Velkomin

Lestrar Flóðhestar eru skemmtileg spil, miðuð að byrjendum í lestri, en allir geta spilað með. Spilin eru umhverfisvæn, hönnuð og framleidd á Íslandi og svansmerkt. Spilin eru tvö; Lottó – minnisspil og Sláðu slaginn. Bæði innihalda 56 myndskreytt spil og leiðbeiningarbækling.

Lestrar Flóðhestar – Lottó og minnisspil

Lestrar flóðhestar – Lottó og minnisspil er frábært spil fyrir þá sem kunna stafina og eru að taka sín fyrstu skref í lestri. Spilið er skemmtilega myndskreytt og hægt að spila á marga vegu, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Spilið inniheldur 56 spil; 28 myndaspil, 28 orðaspil, og leiðbeiningar.

Lottó og minnisspil þekkja flestir vel. Þau ganga út á að finna samstæður (í þessu spili eru samstæður 1 orðaspil og 1 myndaspil). Í leiðbeiningabæklingnum fylgja fleiri hugmyndir.

Lestrar Flóðhestar – Sláðu slaginn

Lestrar flóðhestar – Sláðu slaginn er fjörugt spil fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri og málfræði. Þú gleymir þér alveg í þessu æsispennandi spili. Hvern hefði grunað að málfræði væri svona spennandi?! Spilið inniheldur 56 spil og leiðbeiningar með texta og myndum.

Sláðu slaginn gengur út á að safna sem flestum spilum. Vertu fyrstur til að slá á spilabunkann þegar réttur orðflokkur kemur upp, og þá er slagurinn þinn… en ekki gleyma að klappa áður en þú slærð þegar ávaxtakallarnir koma! Þegar einn leikmaður hefur klárað öll spilin sín vinnur sá sem er með flest spil í bunkanum sínum.

Spilin eru auðveld í notkun, þar sem orðflokkarnir eiga allir sinn lit og sína mynd.

© Lestrar Flóðhestar 2022 | Skilmálar